Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2024 07:00 Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool eru með níu stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira