Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2024 07:00 Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool eru með níu stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira
Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira