Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2024 23:39 Bjarni var sáttur eftir fyrstu tölur. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira