„Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Magnús Jochum Pálsson, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 21:14 Bergþóra Kristinsdóttir hjá Vegagerðinni og Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, vinna báðar að undirbúningi morgundagsins. Þær ráða hins vegar ekki yfir veðrinu. Stöð 2 Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra. Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra.
Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32