Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:46 Cole Campbell í leik með aðalliði Dortmund á þessu tímabili. Hann hefur spilað í Meistaradeildinni. Getty/Stuart Franklin Goal í Bandaríkjunum fjallar um hinn bandaríska-íslenska William Cole Campbell og býst við miklu af stráknum í framtíðinni. Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_) Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_)
Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira