„Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 23:11 Þórhildur Sunna og Sigmundur Davíð tókust á í kappræðum flokksleiðtoganna. vísir/vilhelm „Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum milljarða út af skattsvikum, við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“ Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. leiðtogi Pírata, til að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í kappræðum flokksleiðtoganna sem var í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Beindi hún þar með orðum sínum að bæði Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Í miðri umræðu um ásælni erlendra fjárfesta í íslenskar jarðir og þær auðlindir sem þeim fylgja tók Sigmundur orðið og venti kvæði sínu í kross. Tók hann þá umræðuna aftur í átt að útlendingamálunum sem höfðu verið rædd fyrr um kvöldið. Eftir það kepptust frambjóðendur um orðið en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fram að það mætti ekki ræða ákveðin mál „Hér í kvöld hefur ekki mátt ræða ákveðin mál. Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og fleiri hafa farið fram og til baka í útlendingamálunum og eru komnir með breytta afstöðu núna eftir að hafa talað um að það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Núna er þetta ekkert vandamál lengur,“ sagði Sigmundur sem Bjarni var fljótur að skjóta niður og sagði að það væri enn verk að vinna. Þá fékk Sigmundur tvær mínútur til að klára umræðu sína um útlendingamálin. Hann ítrekaði að mikilvægt væri fyrir þjóðina að ná stjórn á landamærunum og vísaði til Danmerkur sem fordæmis. Þá sagði hann landamærin hér á landi gal opin. „Til að mynda hafa ekki verið nýttir þeir sáttmálar sem við erum þátttakendur í, Dyflinarreglugerð og mannréttindasáttmáli Evrópu til þess einfaldlega senda alla sem koma hingað ólöglega, til að sækja hér um hæli, aftur til fyrsta örugga landsins sem þeir koma til, það eru reglurnar,“ sagði Sigmundur en er hann hafði lokið máli sínu brutust út mikil mótmæli við þessari fullyrðingu og héldu ýmsir fram að reglurnar væru ekki á þennan máta. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók orðið til að mynda tímabundið og vildi fá að ræða mikilvægari mál í staðinn fyrir þetta málefni.Frambjóðendur töluðu allir ofan í hvorn annan í kjölfarið og mátti ekki greina orðaskil á stundum. „Þetta er komið gott,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Bara ef við hefðum nokkra klukkutíma til viðbótar til að ræða þetta, þá gætum við leyst þetta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin. „Við ætlum ekki að vera með opin landamæri,“ sagði Inga Sæland. Öll tóku þau til máls á innan við nokkrum sekúndum. „Við erum að tala um manneskjur“ Bjarni sagði það uppspuna hjá Sigmundi að hann væri eini maðurinn með svör á reiðum höndum. Þá tók Þórhildur Sunna orðið og sakaði Sigmund um lygar. „Síðan er búið að ljúga. Sigmundur Davíð var hérna í beinni að ljúga að fólki og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri. Fólk er ekki að koma hingað ólöglega að sækja um hæli. Fólk á hérna rétt til að gera það. Það er helber hræðsluáróður, Sigmundur Davíð þú ert búinn að tala nóg í þessum þætti,“ sagði hún áður en Sigmundur greip fram í. Sigmundur bað hana þá að saka sig ekki um lygar sem enginn fótur væri fyrir. „Við erum að tala um manneskjur, við erum að tala um manneskjur,“ skaut þá Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, inn í. Þórhildur Sunna minntist þá á Panama-skjölin og sakaði bæði Sigmund og Bjarna um að skila ekki til samfélagsins sem uppskar neikvæð viðbrögð frá þeim og sökuðu þeir hana um lygar. Bjarni sagði hugmyndir Þórhildar í málaflokknum óraunhæfar. Í lokin tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðið og lýsti stefnu flokksins í útlendingamálum. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. leiðtogi Pírata, til að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í kappræðum flokksleiðtoganna sem var í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Beindi hún þar með orðum sínum að bæði Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Í miðri umræðu um ásælni erlendra fjárfesta í íslenskar jarðir og þær auðlindir sem þeim fylgja tók Sigmundur orðið og venti kvæði sínu í kross. Tók hann þá umræðuna aftur í átt að útlendingamálunum sem höfðu verið rædd fyrr um kvöldið. Eftir það kepptust frambjóðendur um orðið en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fram að það mætti ekki ræða ákveðin mál „Hér í kvöld hefur ekki mátt ræða ákveðin mál. Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og fleiri hafa farið fram og til baka í útlendingamálunum og eru komnir með breytta afstöðu núna eftir að hafa talað um að það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Núna er þetta ekkert vandamál lengur,“ sagði Sigmundur sem Bjarni var fljótur að skjóta niður og sagði að það væri enn verk að vinna. Þá fékk Sigmundur tvær mínútur til að klára umræðu sína um útlendingamálin. Hann ítrekaði að mikilvægt væri fyrir þjóðina að ná stjórn á landamærunum og vísaði til Danmerkur sem fordæmis. Þá sagði hann landamærin hér á landi gal opin. „Til að mynda hafa ekki verið nýttir þeir sáttmálar sem við erum þátttakendur í, Dyflinarreglugerð og mannréttindasáttmáli Evrópu til þess einfaldlega senda alla sem koma hingað ólöglega, til að sækja hér um hæli, aftur til fyrsta örugga landsins sem þeir koma til, það eru reglurnar,“ sagði Sigmundur en er hann hafði lokið máli sínu brutust út mikil mótmæli við þessari fullyrðingu og héldu ýmsir fram að reglurnar væru ekki á þennan máta. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók orðið til að mynda tímabundið og vildi fá að ræða mikilvægari mál í staðinn fyrir þetta málefni.Frambjóðendur töluðu allir ofan í hvorn annan í kjölfarið og mátti ekki greina orðaskil á stundum. „Þetta er komið gott,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Bara ef við hefðum nokkra klukkutíma til viðbótar til að ræða þetta, þá gætum við leyst þetta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin. „Við ætlum ekki að vera með opin landamæri,“ sagði Inga Sæland. Öll tóku þau til máls á innan við nokkrum sekúndum. „Við erum að tala um manneskjur“ Bjarni sagði það uppspuna hjá Sigmundi að hann væri eini maðurinn með svör á reiðum höndum. Þá tók Þórhildur Sunna orðið og sakaði Sigmund um lygar. „Síðan er búið að ljúga. Sigmundur Davíð var hérna í beinni að ljúga að fólki og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri. Fólk er ekki að koma hingað ólöglega að sækja um hæli. Fólk á hérna rétt til að gera það. Það er helber hræðsluáróður, Sigmundur Davíð þú ert búinn að tala nóg í þessum þætti,“ sagði hún áður en Sigmundur greip fram í. Sigmundur bað hana þá að saka sig ekki um lygar sem enginn fótur væri fyrir. „Við erum að tala um manneskjur, við erum að tala um manneskjur,“ skaut þá Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, inn í. Þórhildur Sunna minntist þá á Panama-skjölin og sakaði bæði Sigmund og Bjarna um að skila ekki til samfélagsins sem uppskar neikvæð viðbrögð frá þeim og sökuðu þeir hana um lygar. Bjarni sagði hugmyndir Þórhildar í málaflokknum óraunhæfar. Í lokin tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðið og lýsti stefnu flokksins í útlendingamálum.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira