„Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 23:11 Þórhildur Sunna og Sigmundur Davíð tókust á í kappræðum flokksleiðtoganna. vísir/vilhelm „Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum milljarða út af skattsvikum, við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“ Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. leiðtogi Pírata, til að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í kappræðum flokksleiðtoganna sem var í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Beindi hún þar með orðum sínum að bæði Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Í miðri umræðu um ásælni erlendra fjárfesta í íslenskar jarðir og þær auðlindir sem þeim fylgja tók Sigmundur orðið og venti kvæði sínu í kross. Tók hann þá umræðuna aftur í átt að útlendingamálunum sem höfðu verið rædd fyrr um kvöldið. Eftir það kepptust frambjóðendur um orðið en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fram að það mætti ekki ræða ákveðin mál „Hér í kvöld hefur ekki mátt ræða ákveðin mál. Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og fleiri hafa farið fram og til baka í útlendingamálunum og eru komnir með breytta afstöðu núna eftir að hafa talað um að það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Núna er þetta ekkert vandamál lengur,“ sagði Sigmundur sem Bjarni var fljótur að skjóta niður og sagði að það væri enn verk að vinna. Þá fékk Sigmundur tvær mínútur til að klára umræðu sína um útlendingamálin. Hann ítrekaði að mikilvægt væri fyrir þjóðina að ná stjórn á landamærunum og vísaði til Danmerkur sem fordæmis. Þá sagði hann landamærin hér á landi gal opin. „Til að mynda hafa ekki verið nýttir þeir sáttmálar sem við erum þátttakendur í, Dyflinarreglugerð og mannréttindasáttmáli Evrópu til þess einfaldlega senda alla sem koma hingað ólöglega, til að sækja hér um hæli, aftur til fyrsta örugga landsins sem þeir koma til, það eru reglurnar,“ sagði Sigmundur en er hann hafði lokið máli sínu brutust út mikil mótmæli við þessari fullyrðingu og héldu ýmsir fram að reglurnar væru ekki á þennan máta. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók orðið til að mynda tímabundið og vildi fá að ræða mikilvægari mál í staðinn fyrir þetta málefni.Frambjóðendur töluðu allir ofan í hvorn annan í kjölfarið og mátti ekki greina orðaskil á stundum. „Þetta er komið gott,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Bara ef við hefðum nokkra klukkutíma til viðbótar til að ræða þetta, þá gætum við leyst þetta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin. „Við ætlum ekki að vera með opin landamæri,“ sagði Inga Sæland. Öll tóku þau til máls á innan við nokkrum sekúndum. „Við erum að tala um manneskjur“ Bjarni sagði það uppspuna hjá Sigmundi að hann væri eini maðurinn með svör á reiðum höndum. Þá tók Þórhildur Sunna orðið og sakaði Sigmund um lygar. „Síðan er búið að ljúga. Sigmundur Davíð var hérna í beinni að ljúga að fólki og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri. Fólk er ekki að koma hingað ólöglega að sækja um hæli. Fólk á hérna rétt til að gera það. Það er helber hræðsluáróður, Sigmundur Davíð þú ert búinn að tala nóg í þessum þætti,“ sagði hún áður en Sigmundur greip fram í. Sigmundur bað hana þá að saka sig ekki um lygar sem enginn fótur væri fyrir. „Við erum að tala um manneskjur, við erum að tala um manneskjur,“ skaut þá Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, inn í. Þórhildur Sunna minntist þá á Panama-skjölin og sakaði bæði Sigmund og Bjarna um að skila ekki til samfélagsins sem uppskar neikvæð viðbrögð frá þeim og sökuðu þeir hana um lygar. Bjarni sagði hugmyndir Þórhildar í málaflokknum óraunhæfar. Í lokin tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðið og lýsti stefnu flokksins í útlendingamálum. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. leiðtogi Pírata, til að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í kappræðum flokksleiðtoganna sem var í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Beindi hún þar með orðum sínum að bæði Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var í umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Í miðri umræðu um ásælni erlendra fjárfesta í íslenskar jarðir og þær auðlindir sem þeim fylgja tók Sigmundur orðið og venti kvæði sínu í kross. Tók hann þá umræðuna aftur í átt að útlendingamálunum sem höfðu verið rædd fyrr um kvöldið. Eftir það kepptust frambjóðendur um orðið en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fram að það mætti ekki ræða ákveðin mál „Hér í kvöld hefur ekki mátt ræða ákveðin mál. Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og fleiri hafa farið fram og til baka í útlendingamálunum og eru komnir með breytta afstöðu núna eftir að hafa talað um að það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Núna er þetta ekkert vandamál lengur,“ sagði Sigmundur sem Bjarni var fljótur að skjóta niður og sagði að það væri enn verk að vinna. Þá fékk Sigmundur tvær mínútur til að klára umræðu sína um útlendingamálin. Hann ítrekaði að mikilvægt væri fyrir þjóðina að ná stjórn á landamærunum og vísaði til Danmerkur sem fordæmis. Þá sagði hann landamærin hér á landi gal opin. „Til að mynda hafa ekki verið nýttir þeir sáttmálar sem við erum þátttakendur í, Dyflinarreglugerð og mannréttindasáttmáli Evrópu til þess einfaldlega senda alla sem koma hingað ólöglega, til að sækja hér um hæli, aftur til fyrsta örugga landsins sem þeir koma til, það eru reglurnar,“ sagði Sigmundur en er hann hafði lokið máli sínu brutust út mikil mótmæli við þessari fullyrðingu og héldu ýmsir fram að reglurnar væru ekki á þennan máta. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók orðið til að mynda tímabundið og vildi fá að ræða mikilvægari mál í staðinn fyrir þetta málefni.Frambjóðendur töluðu allir ofan í hvorn annan í kjölfarið og mátti ekki greina orðaskil á stundum. „Þetta er komið gott,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Bara ef við hefðum nokkra klukkutíma til viðbótar til að ræða þetta, þá gætum við leyst þetta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin. „Við ætlum ekki að vera með opin landamæri,“ sagði Inga Sæland. Öll tóku þau til máls á innan við nokkrum sekúndum. „Við erum að tala um manneskjur“ Bjarni sagði það uppspuna hjá Sigmundi að hann væri eini maðurinn með svör á reiðum höndum. Þá tók Þórhildur Sunna orðið og sakaði Sigmund um lygar. „Síðan er búið að ljúga. Sigmundur Davíð var hérna í beinni að ljúga að fólki og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri. Fólk er ekki að koma hingað ólöglega að sækja um hæli. Fólk á hérna rétt til að gera það. Það er helber hræðsluáróður, Sigmundur Davíð þú ert búinn að tala nóg í þessum þætti,“ sagði hún áður en Sigmundur greip fram í. Sigmundur bað hana þá að saka sig ekki um lygar sem enginn fótur væri fyrir. „Við erum að tala um manneskjur, við erum að tala um manneskjur,“ skaut þá Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, inn í. Þórhildur Sunna minntist þá á Panama-skjölin og sakaði bæði Sigmund og Bjarna um að skila ekki til samfélagsins sem uppskar neikvæð viðbrögð frá þeim og sökuðu þeir hana um lygar. Bjarni sagði hugmyndir Þórhildar í málaflokknum óraunhæfar. Í lokin tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðið og lýsti stefnu flokksins í útlendingamálum.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira