„Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2024 20:50 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við að ná í stig til Jerevan þegar lærisveinar hans sóttu FC Noah heim í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
„Þetta var mjög fagmannleg frammistaða hjá liði mínu og við gáfum fá sem engin færi á okkur sem er mjög sterkt. Við ákváðum að breyta um leikkerfi í þessum leik til þess að bera virðingu fyrir þessum erfiða útivelli. Þeir eru með góða framherja og mér fannst nauðsynlegt að þétta varnarleikinn aðeins,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 0-0 jafntefli liðsins gegn FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar. „Við fengum flott færi til þess að ná í þrjú stig en það væri græðgi að ganga ekki bara sáttir frá borði með stig frá þessu verkefni. Við vorum meðvitaðir um að við féllum á prófinu þegar við mættum Omonia. Við vildum sýna heilsteyptari leik að þessu sinni og ekki missa einbeitinguna. Það tókst svo sannarlega og er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Jón Guðni var frábær í þessum leik sem og fleiri leikmenn. Liðsvinnan í varnarleiknum varð til þess að þeir fundu engar glufur og svo vorum við skarpir í skyndisóknum okkar. Það komu ferskar lappir inn af varamannbekknum sem hjálpuðu okkur að sigla stiginu í höfn. Við erum búnir að koma okkar í góða stöðu fyrir framhaldið og þetta stig gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. Við getum allavega haldið áfram að láta okkur dreyma,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. „Það er hörkuleikur fram undan við Djurgården og við erum bara mjög spenntir fyrir þeim leik. Við sýndum andlegan og likamlegan styrk í leiknum í kvöld og spilamennskan var flott, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvað það er langt síðan við spiluðum síðasta leik. Það er von á eitthvað um 500 Svíum á leikinn gegn Djurgården og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að vera með í baráttunni um sæti í umspilinu sem er bara frábært. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni og við mætum fullir sjálfstrausts,“ segir hann um framhaldið hjá Fossvogsfélaginu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira