Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 15:19 Utanríkisráðuneytið Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu vegna mikilla breytinga og aukinnar spennu í sviði alþjóðasamskipta á undanförnum árum. Þátttaka Íslands í starfi Atlantshafsbandalagsins hefur verið aukin og hefur sérstök áhersla verið lögð á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá er unnið að því að efla loftrýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þá er unnið að því að efla loftrýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira