Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:01 Jonni er himinlifandi með sigurinn í Rímnaflæði. Aðsend Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. „Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni. Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni.
Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira