Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:01 Jonni er himinlifandi með sigurinn í Rímnaflæði. Aðsend Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. „Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni. Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni.
Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira