Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 22:48 Hildur segir sér fullkomlega misbjóða ummæli Þorsteins. Vísir/Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira