Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 22:48 Hildur segir sér fullkomlega misbjóða ummæli Þorsteins. Vísir/Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira