Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:22 Clare Nowland var þekkt í heimabæ sínum og fór meðal annars í fallhlífarstökk þegar hún varð áttræð. AP/ABC Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Sjá meira