„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð Finnbogasyni líst mjög vel á þá tvo kosti sem eru mest í umræðunni sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira