„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð Finnbogasyni líst mjög vel á þá tvo kosti sem eru mest í umræðunni sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira