Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 06:31 Stuðningsmaður Racing Club kyssir hér höfuðkúpu afa síns en hana tekur hann með sér á alla leiki. Getty/Marcelo Endelli/ Stuðningsmaður fótboltafélags frá Argentínu er orðinn frægur á netinu eftir að upp komst um hvað hann gerði á úrslitaleiknum í Suðurameríkukeppni félagsliða. Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer) Argentína Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer)
Argentína Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira