Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. nóvember 2024 06:55 Hugmyndir Trump um að hækka tolla eru afar umdeildar. AP/Alex Brandon Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira