Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 23:31 Gæti annar hvor þeirra verið næsti þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu? Vísir/Kortrijk Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira