Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf. „Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Sjá meira
„Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Sjá meira