Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 17:55 Diego hefur meðal annars vanið komur sínar í A4 í Skeifunni, og slakar þar oftar en ekki á ofan á blaðastafla. Hulda Sigrún Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. „Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
„Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43