Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Everton ekki að skora mark og liðsmenn Brentford gátu fagnað tveimur áföngum í leikslok þar sem þeir náðu að halda hreinu í fyrsta skipti á leiktíðinni og jafnframt var þetta fyrsta stig liðsins á útivelli.
Fyrir leikinn í dag hafði Brentford fengið á sig 22 mörk í ellefu leikjum, eða tvö mörk að meðaltali í leik. Þá hefur liðið einnig skorað 22 mörk og er því með hlutlausta markatölu, líkt og Aston Villa, Fulham og Manchester United.
Þess má til gamans geta að Manchester United hefur aðeins skorað tólf mörk á tímabilinu og þar af leiðandi fengið annað eins á sig. Aðeins þrjú lið í deildinni hafa skorað færri mörk en United.