„Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 13:35 Frá Bláa lóninu á fimmtudag, þegar hraun hóf að renna yfir bílastæði. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir tilkynningu um opnun lónsins næsta föstudag alls ekki endanlega. Staðan sé endurmetin á hverjum degi. Mikil vinna fer fram á Svartsengis-svæðinu við að vernda innviði. Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33