Stöðugt gos og engir skjálftar Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 07:16 Kvika flæðir enn upp á þremur stöðum við Sundhnúksgíga. Vísir/Vilhelm Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira