Atburðarás gærdagsins í myndum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 16:33 Hraun rann í átt að Bláa lóninu á umtalsverðum hraða. Hraunið þakti bílastæði lónsins en rann svo meðfram varnargörðum sem reistir höfðu verið utan um athafnasvæði þess. Vísir/Vilhelm Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Rafmagn fór tímabundið af Grindavík og keyra þurfti orkuverið í Svartsengi á varaafli, eftir að svokölluð Svartsengislína fór út. Rafmagn komst þó aftur á í Grindavík síðar um daginn. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vettvangi frá því rétt eftir að gosið hófst og fram eftir degi í gær. Hér að neðan má sjá brot af þeim myndum sem hann tók, og sýna vel aðstæður á og við upptök eldgossins. Svona var um að litast aðfaranótt fimmtudags, rétt eftir að gosið hófst.Vísir/Vilhelm Hraunið flæddi um langa leið frá gossprungunni.Vísir/Vilhelm Hraun náði Grindavíkurvegi um klukkan hálf fimm aðfaranótt fimmtudags.Vísir/Vilhelm Svartur og þykkur reykur steig upp þar sem hraunið lá yfir veginum.Vísir/Vilhelm Rauðglóandi hraunið gleypir hér skilti Vegagerðarinnar, sem við sáum einnig á myndinni að ofan.Vísir/Vilhelm Skiltin bráðna í hitanum.Vísir/Vilhelm Hraunið teygir sig hátt, þannig að meiri hluti staursins sem þetta skilti stendur á er horfinn.Vísir/Vilhelm Þessi mynd sýnir vel þann gríðarlega hita sem stafaði af hrauninu.Vísir/Vilhelm Hraunið flæddi yfir bílastæði við Bláa lónið. Stæðið var utan varnargarða, ólíkt lóninu sjálfu og athafnasvæði þess.Vísir/Vilhelm Einingahús á bílaplani Bláa lónsins var lítil fyrirstaða fyrir glóandi hrauntungurnar.Vísir/Vilhelm Einingahúsið var fljótt að fara eftir að hraunið kom klóm sínum í það.Vísir/Vilhelm Skilti sem sýnir staðsetningu Bláa lónsins bráðnar hér og brennur.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Rafmagn fór tímabundið af Grindavík og keyra þurfti orkuverið í Svartsengi á varaafli, eftir að svokölluð Svartsengislína fór út. Rafmagn komst þó aftur á í Grindavík síðar um daginn. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vettvangi frá því rétt eftir að gosið hófst og fram eftir degi í gær. Hér að neðan má sjá brot af þeim myndum sem hann tók, og sýna vel aðstæður á og við upptök eldgossins. Svona var um að litast aðfaranótt fimmtudags, rétt eftir að gosið hófst.Vísir/Vilhelm Hraunið flæddi um langa leið frá gossprungunni.Vísir/Vilhelm Hraun náði Grindavíkurvegi um klukkan hálf fimm aðfaranótt fimmtudags.Vísir/Vilhelm Svartur og þykkur reykur steig upp þar sem hraunið lá yfir veginum.Vísir/Vilhelm Rauðglóandi hraunið gleypir hér skilti Vegagerðarinnar, sem við sáum einnig á myndinni að ofan.Vísir/Vilhelm Skiltin bráðna í hitanum.Vísir/Vilhelm Hraunið teygir sig hátt, þannig að meiri hluti staursins sem þetta skilti stendur á er horfinn.Vísir/Vilhelm Þessi mynd sýnir vel þann gríðarlega hita sem stafaði af hrauninu.Vísir/Vilhelm Hraunið flæddi yfir bílastæði við Bláa lónið. Stæðið var utan varnargarða, ólíkt lóninu sjálfu og athafnasvæði þess.Vísir/Vilhelm Einingahús á bílaplani Bláa lónsins var lítil fyrirstaða fyrir glóandi hrauntungurnar.Vísir/Vilhelm Einingahúsið var fljótt að fara eftir að hraunið kom klóm sínum í það.Vísir/Vilhelm Skilti sem sýnir staðsetningu Bláa lónsins bráðnar hér og brennur.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira