Stöðugt gos og engir skjálftar Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 07:16 Kvika flæðir enn upp á þremur stöðum við Sundhnúksgíga. Vísir/Vilhelm Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira