Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 08:05 Ellert Grétarsson ljósmyndari missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. „Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni. Í byrjun þessa mánaðar var greint frá tveimur eldsvoðum í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Í öðru tilvikinu voru eldsupptökin í fjöltengi. Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim. Þá eru dæmi um að fólk misnoti tengin og tengi saman tvö eða fleiri fjöltengi en út frá því getur skapast mikil hætta. Allt var svart Í maí árið 2022 bjó Ellert í fjórbýlishúsi í Keflavík ásamt 27 ára syni sínum. „Þetta var um miðja nótt og ég var sofandi. Svefnherbergishurðin var lokuð en þar sem að hún var dálítið laus í faginu þá byrjaði hún að glamra í hurðarfalsinu, þegar rúðurnar sprungu frammi í stofunni og það myndaðist gegnumtrekkur. Ég hrökk upp við glamrið, sem var orðið að þungum höggum. Og þá fann ég brunalyktina. Ég náði að klæða mig í buxur og grípa símann minn sem lá á náttborðinu. Þegar ég opnaði svefnherbergishurðina var allt svart og íbúðin full af reyk. Ég óð beint inn í kolsvartan reykjamökkinn. Þetta var hrikalegt; eins og að vera staddur inni í einhverri hræðilegri martröð sem ég gat ekki vaknað upp af. Það fyrsta sem ég hugsaði var strákurinn minn, hvort það væri í lagi með hann. Hann hafði farið út fyrr um kvöldið og ég vissi ekki hvort hann hefði komið heim eða ekki eftir að ég fór að sofa. Ég öskraði á hann eins hátt og ég gat en fékk ekkert svar. Ég komst inn í herbergið hans en tók þá eftir því að rúmið hans var autt. Ég rauk aftur fram og sá lítið sem ekkert í öllu reykjarkófinu. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og feta mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni, uns náði ég að komast fram á stigagang.“ Þakklátur nágrönnum sínum Þar sem að Ellert hafði náð að grípa símann sinn þá tókst honum að hringja á Neyðarlínuna og innan skamms var slökkviliðið mætt á staðinn. Blessunarlega sakaði engan af íbúum hússins. Ellert stóð að eigin sögn hálfnakinn úti á götu eftir að hafa forðað sér út. Nágrannarnir hlúðu að honum, færðu hann í föt og hughreystu hann. Hann hringdi síðan í son sinn sem til allar hamingju var ekki heima þegar eldurinn braust út. Ellert var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og reyndist vera með smávægilega reykeitrun. Hann kveðst vera afar þakklátur nágrönnum sínum fyrir hugulsemina og hjálpina, og sömuleiðis starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem veittu honum alúðlega aðhlynningu. Sprungin rúða í stofunni og allt svart.Aðsend Næstu vikur og mánuðir fóru síðan í það að sinna tryggingamálum og koma lífinu í réttar skorður. Ellert bjó hjá foreldrum sínum fyrstu vikurnar eftir brunann. Sótsvartur veggur og ónýtur skrifstofustóll.Aðsend „Lögreglan og slökkviliðið, þeir voru fljótir að finna út að það hafði kviknað í út frá fjöltenginu, það hafði brunnið yfir.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var íbúð Ellerts og innbú gjörónýt eftir brunann.Aðsend Í tilfelli Ellerts var fjöltengið staðsett í stofunni. „Ég notaði það annars vegar fyrir straumbreyti fyrir prentara og hins vegar hleðslutæki fyrir myndavél. En það var ekkert í hleðslu þessa nótt. Fjöltengið var hins vegar í sambandi og það var kveikt á því. Það dugði til þess að það brann yfir. Hugsanlega hefur það verið gallað.“ Við erum stöðugt að hlaða Líkt og Ellert bendir á þá er rofi á flestum fjöltengjum til að kveikja og slökkva á þeim. „Núna slekk ég alltaf á fjöltengjunum áður en ég fer að sofa á kvöldin. Mér finnst svo mikilvægt að benda fólki á þetta , sérstaklega út af öllum þessum snjalltækjum og græjum sem fólk er að nota í dag, orkufrek tæki sem þarf stöðugt að vera að hlaða. Til dæmis rafmagnshjól og drónarafhlöður, þetta eru rosalega öflugar rafhlöður þrátt fyrir að vera litlar. Sem þýðir að þegar verið er að troða mikilli orku í lítið pláss þá myndast sprengi- og eldhætta. Þess vegna ætti aldrei að hlaða þetta án eftirlits. Einnig er óþarfi að vera með allt í sambandi á nóttunni. Til dæmis engin þörf á að vera með „routera“ í gangi á meðan allir eru sofandi á heimilinu og enginn á netinu. „Það var vissulega ekki auðvelt að horfa á fréttirnar sem birtust núna um daginn, þar sem tveir eldsvoðar urðu í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Það vekur upp vondar minningar,“ segir Ellert jafnframt. Nú líður að þeim árstíma þegar fólk skreytir heimili sín með ljósaseríum og allskyns skreytingum sem kalla á aukna rafmagnsnotkun – og aukna notkun á fjöltengjum. Af skiljanlegum ástæðum er Ellerti mikið í mun um að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í notkun fjöltengja. „Slökkvið á þeim eða takið úr sambandi þegar þið farið að sofa á kvöldin. Einnig þegar engin er heima. Alls ekki freistast til að setja fjöltengi í samband við fjöltengi. Þau þola bara ákveðið álag og ef það er of mikið er hætt við að þau brenni yfir. Alls ekki hafa hluti eins og síma, rafmagnshjól og annað í hleðslu á nóttinni eða þegar enginn er heima,“ segir hann. „Og í guðs bænum láttu það ekki hvarfla að þér að svona lagið gerist bara hjá öðrum en þér.“ Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í byrjun þessa mánaðar var greint frá tveimur eldsvoðum í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Í öðru tilvikinu voru eldsupptökin í fjöltengi. Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim. Þá eru dæmi um að fólk misnoti tengin og tengi saman tvö eða fleiri fjöltengi en út frá því getur skapast mikil hætta. Allt var svart Í maí árið 2022 bjó Ellert í fjórbýlishúsi í Keflavík ásamt 27 ára syni sínum. „Þetta var um miðja nótt og ég var sofandi. Svefnherbergishurðin var lokuð en þar sem að hún var dálítið laus í faginu þá byrjaði hún að glamra í hurðarfalsinu, þegar rúðurnar sprungu frammi í stofunni og það myndaðist gegnumtrekkur. Ég hrökk upp við glamrið, sem var orðið að þungum höggum. Og þá fann ég brunalyktina. Ég náði að klæða mig í buxur og grípa símann minn sem lá á náttborðinu. Þegar ég opnaði svefnherbergishurðina var allt svart og íbúðin full af reyk. Ég óð beint inn í kolsvartan reykjamökkinn. Þetta var hrikalegt; eins og að vera staddur inni í einhverri hræðilegri martröð sem ég gat ekki vaknað upp af. Það fyrsta sem ég hugsaði var strákurinn minn, hvort það væri í lagi með hann. Hann hafði farið út fyrr um kvöldið og ég vissi ekki hvort hann hefði komið heim eða ekki eftir að ég fór að sofa. Ég öskraði á hann eins hátt og ég gat en fékk ekkert svar. Ég komst inn í herbergið hans en tók þá eftir því að rúmið hans var autt. Ég rauk aftur fram og sá lítið sem ekkert í öllu reykjarkófinu. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og feta mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni, uns náði ég að komast fram á stigagang.“ Þakklátur nágrönnum sínum Þar sem að Ellert hafði náð að grípa símann sinn þá tókst honum að hringja á Neyðarlínuna og innan skamms var slökkviliðið mætt á staðinn. Blessunarlega sakaði engan af íbúum hússins. Ellert stóð að eigin sögn hálfnakinn úti á götu eftir að hafa forðað sér út. Nágrannarnir hlúðu að honum, færðu hann í föt og hughreystu hann. Hann hringdi síðan í son sinn sem til allar hamingju var ekki heima þegar eldurinn braust út. Ellert var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og reyndist vera með smávægilega reykeitrun. Hann kveðst vera afar þakklátur nágrönnum sínum fyrir hugulsemina og hjálpina, og sömuleiðis starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem veittu honum alúðlega aðhlynningu. Sprungin rúða í stofunni og allt svart.Aðsend Næstu vikur og mánuðir fóru síðan í það að sinna tryggingamálum og koma lífinu í réttar skorður. Ellert bjó hjá foreldrum sínum fyrstu vikurnar eftir brunann. Sótsvartur veggur og ónýtur skrifstofustóll.Aðsend „Lögreglan og slökkviliðið, þeir voru fljótir að finna út að það hafði kviknað í út frá fjöltenginu, það hafði brunnið yfir.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var íbúð Ellerts og innbú gjörónýt eftir brunann.Aðsend Í tilfelli Ellerts var fjöltengið staðsett í stofunni. „Ég notaði það annars vegar fyrir straumbreyti fyrir prentara og hins vegar hleðslutæki fyrir myndavél. En það var ekkert í hleðslu þessa nótt. Fjöltengið var hins vegar í sambandi og það var kveikt á því. Það dugði til þess að það brann yfir. Hugsanlega hefur það verið gallað.“ Við erum stöðugt að hlaða Líkt og Ellert bendir á þá er rofi á flestum fjöltengjum til að kveikja og slökkva á þeim. „Núna slekk ég alltaf á fjöltengjunum áður en ég fer að sofa á kvöldin. Mér finnst svo mikilvægt að benda fólki á þetta , sérstaklega út af öllum þessum snjalltækjum og græjum sem fólk er að nota í dag, orkufrek tæki sem þarf stöðugt að vera að hlaða. Til dæmis rafmagnshjól og drónarafhlöður, þetta eru rosalega öflugar rafhlöður þrátt fyrir að vera litlar. Sem þýðir að þegar verið er að troða mikilli orku í lítið pláss þá myndast sprengi- og eldhætta. Þess vegna ætti aldrei að hlaða þetta án eftirlits. Einnig er óþarfi að vera með allt í sambandi á nóttunni. Til dæmis engin þörf á að vera með „routera“ í gangi á meðan allir eru sofandi á heimilinu og enginn á netinu. „Það var vissulega ekki auðvelt að horfa á fréttirnar sem birtust núna um daginn, þar sem tveir eldsvoðar urðu í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Það vekur upp vondar minningar,“ segir Ellert jafnframt. Nú líður að þeim árstíma þegar fólk skreytir heimili sín með ljósaseríum og allskyns skreytingum sem kalla á aukna rafmagnsnotkun – og aukna notkun á fjöltengjum. Af skiljanlegum ástæðum er Ellerti mikið í mun um að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í notkun fjöltengja. „Slökkvið á þeim eða takið úr sambandi þegar þið farið að sofa á kvöldin. Einnig þegar engin er heima. Alls ekki freistast til að setja fjöltengi í samband við fjöltengi. Þau þola bara ákveðið álag og ef það er of mikið er hætt við að þau brenni yfir. Alls ekki hafa hluti eins og síma, rafmagnshjól og annað í hleðslu á nóttinni eða þegar enginn er heima,“ segir hann. „Og í guðs bænum láttu það ekki hvarfla að þér að svona lagið gerist bara hjá öðrum en þér.“
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira