Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum hið spennandi verkefni næsta haust að reyna að koma sér inn á HM 2026 í Norður-Ameríku. Getty/Michael Steele Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó. HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó.
HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira