„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 18:32 Sigmar Guðmundsson er ómyrkur í máli um breytingar meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum. Vísir Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu með dómi í gær að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til ákvæðum stórnarskrár um þrjár umræður laga á þingi. Fjöldi félgagasamtaka og eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við málið auk þess sem lögfræðingar á nefndarsviði Alþingis lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram. „Það var ítrekað varað við að þetta gæti verið staðan, að þetta stangist á við það hvernig lagafrumvörp og breytingar eiga að fara í gegnum þingið. Það er nokkuð strangt regluverk, eðlilega, í kringum það,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Það verður að teljast nokkuð merkilegt að með einni lagasetningu hafi mönnum, sem stýra hægri flokkum tekist að koma í veg fyrir eðlilega og heilbrigða samkeppni, eðlilega viðskiptahætti, hafi hækkað matvöruverð, komið á einokun og brotið stjórnarskrána í einum vettvangi.“ Ráðuneytið furðaði sig á lögunum Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sat í atvinnuveganefnd þegar málið var þar til umfjöllunar. Hann segir frumvarpið hafa verið unnið einvörðungu af meirihlutanum. „Síðan var málið tekið út með hraði í lokin. Þegar það kemur inn í þingsal förum við að mótmæla og benda á að þarna eru hlutir sem ganga allt of langt. Við báðum um í ræðum að hlutir yrðu aðeins kældir niður og skoðaðir betur. Við lögðum lík afram frávísunartillögu en allt var sett í gang til að keyra þetta eins hratt í gegn svo þetta yrði nú að lögum strax,“ segir Gísli. Matvælaráðuneytið sjálft sendi inn umsögn til atvinnuveganefndar þar sem gerðar voru athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru. Fulltrúar ráðuneytisins höfðu ekki komið að gerð breytingatillagnanna, líkt og tíðkast. „Við fengum meira að segja ráðuneytið inn á fund hjá okkur til að spyrja okkur hvers vegna þetta var keyrt svona í gegn,“ segir Gísli Rafn. Með yfirburðarstöðu á kjötmarkaði Í skugga laganna, sem voru samþykkt í þinginu í vor, hefur Kaupfélag Skagfirðinga fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska án þess að kaupin hafi komið til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Með kaupum KS á Kjarnafæði Norðlenska mun KS, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar, slátra yfir 60 prósent sauðfjár og nautgripa og einnig verða lang stærsti heildsali á kjöti. Þá er Kaupfélagið sagt í þann mund að kaupa B. Jensen en fyrirtækið rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun við Lónsbakka. „Það er mjög augljóst að þarna var í gangi gamaldags sérhagsmunagæsla á kostnað almennings. Þetta hækkar matvöruverð, þetta bitnar á bændum og þetta bitnar á neytendum,“ segir Sigmar. „Almennt er þetta auðvitað bara klassískt dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem oft hefur veri hér og loðað við þá flokka em lengst hafa stýrt landinu, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, því miður, þetta er ekki eina dæmið um þetta.“ Síðdegis fyrirskipaði Samkeppniseftirlitið að allar aðgerðir afurðastöðvanna yrðu stöðvaðar tafarlaust. Það er í samræmi við kröfur Innness, sem stefndi Samkeppniseftirlitinu fyrir að kanna ekki samruna KS og Kjarnafæðis Norðlenska. „Það er gert til að vernda hag neytandans“ Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, segir skjóta skökku við að sömu reglur gildi ekki um alla. „Það er eiginlega með ólíkindum að þessi búvörulög skyldu nokkurn tíma hafa fæðst,“ segir Magnús Óli. Það komi honum á óvart að lögin hafi verið samþykkt í vor. „Neytendasamtökin, Samkeppniseftirlitið, Félag atvinnurekenda og stéttarfélögin brugðust mjög hart við þessum lögum og ég átti aldrei von á að þetta færi inn með þessum hætti. Líka það sem síðar hefur komið fram, hvað þingheimur var fáliðaður og stór hluti af ríkisstjórninni skuli ekki sitja við atkvæðagreiðslu.“ Gjörningar af þessu tagi eigi að rata inn á borð samkeppniseftirlitsins. „Sem er auðvitað rétta stofnunin og vettvangurinn til að fá skorið úr um hvort það sé verið að skekkja samkeppnisstöðu neytendum í óhag. Þar er farið yfir stöðuna og höfum það eitt í huga, það er gert til að vernda hag neytandans.“ Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Píratar Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28 Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. 19. nóvember 2024 12:36 Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. 19. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu með dómi í gær að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til ákvæðum stórnarskrár um þrjár umræður laga á þingi. Fjöldi félgagasamtaka og eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við málið auk þess sem lögfræðingar á nefndarsviði Alþingis lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram. „Það var ítrekað varað við að þetta gæti verið staðan, að þetta stangist á við það hvernig lagafrumvörp og breytingar eiga að fara í gegnum þingið. Það er nokkuð strangt regluverk, eðlilega, í kringum það,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Það verður að teljast nokkuð merkilegt að með einni lagasetningu hafi mönnum, sem stýra hægri flokkum tekist að koma í veg fyrir eðlilega og heilbrigða samkeppni, eðlilega viðskiptahætti, hafi hækkað matvöruverð, komið á einokun og brotið stjórnarskrána í einum vettvangi.“ Ráðuneytið furðaði sig á lögunum Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sat í atvinnuveganefnd þegar málið var þar til umfjöllunar. Hann segir frumvarpið hafa verið unnið einvörðungu af meirihlutanum. „Síðan var málið tekið út með hraði í lokin. Þegar það kemur inn í þingsal förum við að mótmæla og benda á að þarna eru hlutir sem ganga allt of langt. Við báðum um í ræðum að hlutir yrðu aðeins kældir niður og skoðaðir betur. Við lögðum lík afram frávísunartillögu en allt var sett í gang til að keyra þetta eins hratt í gegn svo þetta yrði nú að lögum strax,“ segir Gísli. Matvælaráðuneytið sjálft sendi inn umsögn til atvinnuveganefndar þar sem gerðar voru athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru. Fulltrúar ráðuneytisins höfðu ekki komið að gerð breytingatillagnanna, líkt og tíðkast. „Við fengum meira að segja ráðuneytið inn á fund hjá okkur til að spyrja okkur hvers vegna þetta var keyrt svona í gegn,“ segir Gísli Rafn. Með yfirburðarstöðu á kjötmarkaði Í skugga laganna, sem voru samþykkt í þinginu í vor, hefur Kaupfélag Skagfirðinga fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska án þess að kaupin hafi komið til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Með kaupum KS á Kjarnafæði Norðlenska mun KS, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar, slátra yfir 60 prósent sauðfjár og nautgripa og einnig verða lang stærsti heildsali á kjöti. Þá er Kaupfélagið sagt í þann mund að kaupa B. Jensen en fyrirtækið rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun við Lónsbakka. „Það er mjög augljóst að þarna var í gangi gamaldags sérhagsmunagæsla á kostnað almennings. Þetta hækkar matvöruverð, þetta bitnar á bændum og þetta bitnar á neytendum,“ segir Sigmar. „Almennt er þetta auðvitað bara klassískt dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem oft hefur veri hér og loðað við þá flokka em lengst hafa stýrt landinu, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, því miður, þetta er ekki eina dæmið um þetta.“ Síðdegis fyrirskipaði Samkeppniseftirlitið að allar aðgerðir afurðastöðvanna yrðu stöðvaðar tafarlaust. Það er í samræmi við kröfur Innness, sem stefndi Samkeppniseftirlitinu fyrir að kanna ekki samruna KS og Kjarnafæðis Norðlenska. „Það er gert til að vernda hag neytandans“ Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, segir skjóta skökku við að sömu reglur gildi ekki um alla. „Það er eiginlega með ólíkindum að þessi búvörulög skyldu nokkurn tíma hafa fæðst,“ segir Magnús Óli. Það komi honum á óvart að lögin hafi verið samþykkt í vor. „Neytendasamtökin, Samkeppniseftirlitið, Félag atvinnurekenda og stéttarfélögin brugðust mjög hart við þessum lögum og ég átti aldrei von á að þetta færi inn með þessum hætti. Líka það sem síðar hefur komið fram, hvað þingheimur var fáliðaður og stór hluti af ríkisstjórninni skuli ekki sitja við atkvæðagreiðslu.“ Gjörningar af þessu tagi eigi að rata inn á borð samkeppniseftirlitsins. „Sem er auðvitað rétta stofnunin og vettvangurinn til að fá skorið úr um hvort það sé verið að skekkja samkeppnisstöðu neytendum í óhag. Þar er farið yfir stöðuna og höfum það eitt í huga, það er gert til að vernda hag neytandans.“
Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Píratar Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28 Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. 19. nóvember 2024 12:36 Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. 19. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28
Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. 19. nóvember 2024 12:36
Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. 19. nóvember 2024 11:32