Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:17 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir í þingsal þegar umdeild búvörulög voru samþykkt. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira