Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:26 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir.
Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira