Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 14:46 Íslenska landsliðið endar í 2. eða 3. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildar en samkvæmt reglum UEFA er dýrmætara að vinna riðil í D-deild, varðandi að komast í HM-umspilið. Getty/Filip Filipovic Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn