Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 10:30 Andri Lucas Guðjohnsen og Logi Tómasson verða á heimavelli í einhverju allt öðru landi en Íslandi í lok mars. vísir/Hulda Margrét Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira