Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 06:32 Cristiano Ronaldo er enn að skora fyrir Portúgal á milli þess að hann sinnir 67 milljón fylgjendum sínum á Youtube. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo þurfti ekki nema nokkra daga til að verða að einni stærstu Youtube stjörnu heims. Nú hefur hann boðað mikinn viðburð á síðu sinni. Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic) Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic)
Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira