Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 06:32 Cristiano Ronaldo er enn að skora fyrir Portúgal á milli þess að hann sinnir 67 milljón fylgjendum sínum á Youtube. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo þurfti ekki nema nokkra daga til að verða að einni stærstu Youtube stjörnu heims. Nú hefur hann boðað mikinn viðburð á síðu sinni. Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic) Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira
Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic)
Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira