Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Ásgeir Sigurvinsson var frábær í leiknum og sá öðrum fremur til þess að íslensku strákarnir áttu síðasta orðið í apagrímumálinu. Getty/Werner/Arthur Fellig Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a> Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Sjá meira
Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a>
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Sjá meira