Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:49 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki þess fyrnefnda í kvöld. Vísir/Getty Þjóðverjar voru heldur betur á skotskónum í Þjóðadeildinni í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Bosníu á heimavelli. Í Stokkhólmi voru stórstjörnur sænska liðsins einnig í stuði. Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1 Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn