„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 10:17 Aron Einar Gunnarsson er aftur kominn með fyrirliðaband islenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/ Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Körfubolti Fleiri fréttir Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | City komið á beinu brautina? Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Aðeins 1899 eintök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Glódís í 41. sæti í heiminum Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Sjá meira
Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Körfubolti Fleiri fréttir Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | City komið á beinu brautina? Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Aðeins 1899 eintök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Glódís í 41. sæti í heiminum Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Sjá meira