„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 10:17 Aron Einar Gunnarsson er aftur kominn með fyrirliðaband islenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/ Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira