Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 18:45 Þorsteinn segir ekki ástæður til að hafa sérstakar áhyggjur af Sveindísi enn sem komið er. Vonandi vinni hún sig inn í lið Wolfsburgar þegar líður á leiktíðina. Samsett/Vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur. Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira