„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 21:01 Grindvíkingarnir Einar Dagbjartsson og Gunnar Sigurðsson munu seint gleyma atburðunum þann 10. nóvember. 2023. Vísir/Sigurjón Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira