Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 22:35 Liam Payne lést í Argentínu í síðasta mánuði. EPA/VICKIE FLORES Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. Þegar hann dó var hann með áfengi, kókaín og þunglyndislyf í blóði sínu. Í frétt CNN segir að einn hinna þriggja sem hafa verið handteknir sé einhver sem Payne hafi verið miklum tíma með og sá standi frammi fyrir ákærum um að hafa yfirgefið Payne í hættulegu ástandi og fyrir að hafa útvegað honum fíkniefni. Annar er starfsmaður hótelsins sem hann gisti á en hann er sagður hafa einnig útvegað Payne fíkniefni að minnsta kosti tvisvar sinnum. Sá þriðji ku vera fíkniefnasali. Þá telja saksóknarar að Payne hafi fengið fíkniefni að minnsta kosti fjórum sinnum frá öðrum aðilum. Í tilkynningu frá saksóknurum sem CNN vísar í segir að greining hafi sýnt fram á að Payne hafi mögulega fallið fram af svölunum í ólyfjan. Hann hafi mögulega misst meðvitund, eða í það minnsta að hluta til. Ekkert bendir til þess að honum hafi verið ýtt eða hann hafi verið beittur einhverjum skaða áður en hann féll. Tvær fylgdarkonur höfðu verið með honum nokkrum klukkustundum áður en hann dó. Þær sögðu rannsakendum að hann hefði ekki neytt fíkniefna fyrir framan þær en hann hefði drukkið áfengi. Andlát Liam Payne Argentína Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02 Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23 Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þegar hann dó var hann með áfengi, kókaín og þunglyndislyf í blóði sínu. Í frétt CNN segir að einn hinna þriggja sem hafa verið handteknir sé einhver sem Payne hafi verið miklum tíma með og sá standi frammi fyrir ákærum um að hafa yfirgefið Payne í hættulegu ástandi og fyrir að hafa útvegað honum fíkniefni. Annar er starfsmaður hótelsins sem hann gisti á en hann er sagður hafa einnig útvegað Payne fíkniefni að minnsta kosti tvisvar sinnum. Sá þriðji ku vera fíkniefnasali. Þá telja saksóknarar að Payne hafi fengið fíkniefni að minnsta kosti fjórum sinnum frá öðrum aðilum. Í tilkynningu frá saksóknurum sem CNN vísar í segir að greining hafi sýnt fram á að Payne hafi mögulega fallið fram af svölunum í ólyfjan. Hann hafi mögulega misst meðvitund, eða í það minnsta að hluta til. Ekkert bendir til þess að honum hafi verið ýtt eða hann hafi verið beittur einhverjum skaða áður en hann féll. Tvær fylgdarkonur höfðu verið með honum nokkrum klukkustundum áður en hann dó. Þær sögðu rannsakendum að hann hefði ekki neytt fíkniefna fyrir framan þær en hann hefði drukkið áfengi.
Andlát Liam Payne Argentína Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02 Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23 Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02
Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23
Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31