Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Margrét Helga Erlingsdóttir. skrifar 7. nóvember 2024 15:13 Svona er útlitið fram á kvöld en veðurviðvörunum verður aflétt á miðnætti. Veður.is Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira