„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Arnar Gunnlaugsson var í leikbanni í úrslitaleiknum á móti Breiðabliki og hér sést hann fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Vísir/Anton Brink Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira