Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Guðmundur Þórarinsson í leik með FC Noah í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Domenic Aquilina/Getty Images Guðmundur Þórarinsson og félagar í liðinu Noah frá Armeníu mæta á Brúnna, Stamford Bridge, í kvöld í Sambandsdeild Evrópu og mæta þar heimamönnum í Chelsea. Liðið er nefnt eftir sögunni um örkina hans Nóa og er sagt vera tilbúið að „leggja örkinni“ í leik kvöldsins. The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Lundúnaslagur af bestu gerð Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Sjá meira
The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Lundúnaslagur af bestu gerð Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Sjá meira