FIFA hótar félögunum stórum sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 06:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, passar upp á það að félögin hugsi sig tvisvar um ætli þau ekki að mæta með sitt besta lið á HM félagsliða næsta sumar. Getty/John Todd Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona að spila í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona að spila í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Sjá meira