Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 18:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér. Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér.
Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira