Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2024 11:09 Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira