Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 14:12 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar. RNSA Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi. Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi.
Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira