„Þetta var hræðilegt slys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 18:38 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að ána þar sem slysið varð oft áður hafa verið notaða til að æfa straumvatnsbjörgun. Vísir/Einar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“ Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55
Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59