„Þetta var hræðilegt slys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 18:38 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að ána þar sem slysið varð oft áður hafa verið notaða til að æfa straumvatnsbjörgun. Vísir/Einar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“ Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55
Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59