Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 14:55 Maðurinn var ásamt tveimur félögum að æfa björgun í ánni þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni.
Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00