Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 13:19 Sigurgeir að synda og Sóley Gísladóttir á kayaknum. Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla. Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla.
Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein