Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 13:19 Sigurgeir að synda og Sóley Gísladóttir á kayaknum. Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla. Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla.
Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06