Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Þorgils Jónsson skrifar 6. september 2021 15:52 Sigurgeir hafði aldrei lagt í langsund áður en hann ákvað að slá til og synda til styrktar Einstökum börnum. Hann lagði í þessa 11,6 kílómetra leið kl. 16 og kom á leiðarenda eftir miðnætti Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna. Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna.
Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira